Home Page

Welcome

Velkomin á heimasíðu Kringlukráarinnar

SÍÐAN 1989

Á GÓÐRI STUNDU

Discover

Our Story

Kringlukráin er lifandi veitingahús, þar sem lögð er áhersla á faglega þjónustu og góðan mat. Allt frá opnun staðarins árið 1989 hafa vinsældirnar aukist jafnt og þétt. Þar fer saman klassískt yfirbragð og létt andrúmsloft í hádeginu, á kvöldin og um helgar.
Skoðaðu síðuna fyrir nánari upplýsingar eða vertu í sambandi ef að þú vilt spyrja að einhverju.

 

 

Discover Menu

HAPPY HOUR!

OPNUNARTÍMAR

OPENING HOURS

Mánud. – Miðvikud.
Mondays – Wednesdays.

11:30 – 21:00

(eldhús/kitchen 11:30 – 20:30)

Fimmtud. – Föstud.
Thursday – Fridays.

11:30 – 21:00

(eldhús/kitchen 11:30 – 20:30)

Laugard /Saturdays.
12:00 – 21:00

(eldhús/kitchen 12:00 – 20:30)

Sunnud./Sundays
LOKAÐ

GJAFABRÉF

Make a Reservation

The perfect

Um Kringlukrána

Kringlukráin var opnuð fyrir gestum á bjórdaginn, 1. mars árið 1989. Fyrst um sinn var hún einungis hugsuð sem krá með léttan skyndibita en hefur síðan þróast yfir í veitingahús með fjölbreyttan og vandaðan matseðil, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við leggjum áherslu á að skapa vinalegt og fjölskylduvænt andrúmsloft, þar sem ungir jafnt sem aldnir ættu að njóta sín. Á Kringlukránni er haldið í hefðirnar og gestum komið skemmtilega á óvart með íslenskum kræsingum á tyllidögum. Meðal annars Þorláksmessuskötu, þorramat, saltkjöt og baunir o.fl.

Leikhúsgestir

Kringlukráin býður leikhúsgestum upp á vandaða tilboðsmatseðla öll sýningarkvöld Borgarleikhússins fyrir leiksýningar. Æskilegt er að gestir sem eru á leið í leikhús og ætla að nýta sér þessa þjónustu, panti borð tímanlega og komi í mat helst ekki seinna en kl. 18 svo að hægt sé að vanda vel alla framsetningu bæði í þjónustu, mat og drykk.

Skemmtanir

Kringlukráin er fyrirtaks staður til tónleikahalds. Allar helgar í áraraðir höfum við boðið upp á dansleiki um helgar, þar sem margar af skærustu stjörnum íslenskrar tónlistar hafa stigið á svið í gegnum árin. Dagskrá næstu helga má finna á viðburðadagatalinu hér ofar á síðunni

Einkasamkvæmi, Fundir, Ráðstefnur

Í hliðarsalnum okkar bjóðum við til viðskiptavinum afnota skjávarpa, hljóðkerfi, öll afspilunartæki og ræðupúlt. Þar af leiðandi hentar hann vel fyrir námskeiðahald og fyrirlestra. Kostur er á hverskonar sætauppröðun og margvíslegum veitingum. Hliðarsalurinn er einnig kjörinn fyrir einkasamkvæmi. Hægt er að velja um sitjandi eða standandi samkvæmi. Staðurinn hefur á að skipa frábærum kokkum og vinalegu þjónustufólki. Við tökum að okkur að skipuleggja boð og samkvæmi ef óskað er. Þá setjum við saman sérstakan veislumatseðil; smárétti, hlaðborð eða sérstaklega framreiddan mat.

 

UMSAGNIR

UMSAGNIR

Peter Eyfeld, Iceland-Dining Blog

“If you are in the shopping mall Kringlan, or if you just want a good bite for a good price in a layed down and a relaxing atmosphere, then you should go to Kringlukráin.”

Peter Eyfeld

Iceland-Dining Blog

Friðrik V, Matarþankar, Morgunblaðið 04.12.11

“…fyrir þá sem vilja aðeins meiri rólegheit er Kringlukráin frábær kostur, þar svífur fagmennskan yfir vötnum í þjónustu, fullorðnir, yfirvegaðir og faglegir starfsmenn sinna manni af kostgæfni, maturinn er alltaf góður og á þægilegu verði. Staðurinn er eins og vin í eyðimörkinni og maður losnar við verslunarerilinn. Fyrir mann eins og mig er nauðsynlegt að hlaða batteríin til að endast lengur en í klukkutíma. Hvernig ætli þetta verði þegar við förum síðan í desember að kaupa jólagjafirnar? Ég tók eftir því um daginn að staðurinn er vinsæll af gestum Borgarleikhússins fyrir sýningar, en þá ákváðum við hjónin að prófa pitsu og satt best að segja bjóst ég ekki við miklu en salatpitsan var hreint út sagt frábær. Svo er eitthvað svo heimilislegt og fallegt að fá litlar sætar smákökur með kaffibollanum.”

Friðrik V

Iceland-Dining Blog

Úlfar og Kjartan, Gestgjafinn

“Borgarinn var sá besti sem við smökkuðum. Var svo flottur að hann gat farið strax í myndatöku!”

Úlfar og Kjartan

Gestgjafinn

Sverrir

“Staðurinn er ekki í neinum flugeldasýningum eða blása froðu um allt, heldur er í klassískum stíl með velútilátna skammta, þar sem mikið er lagt upp úr að laga matinn frá grunni á staðnum og næst þá betri stöðuleiki í honum, einnig er starfsmannavelta lág sem segir að þetta er staður sem hugsar um starfsfólkið sitt.”

Sverrir

Veitingageirinn.is